Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
Nýr og alrafmagnaður Kia EV9

Nýr og alrafmagnaður Kia EV9

Opnaðu á alla möguleika.
TEST coty
TEST Designed to open new horizons.
  • Allt að
  • Ofurhröð hleðsla
  • Drægni
TEST Open a world of possibilities.
TEST
Hönnun

Þú finnur það besta úr báðum heimum í nýjum Kia EV9. Harðgeran jeppa með kraftmikið yfirbragð. Og lipran rafbíl sem hentar fullkomlega innanbæjar. EV9 er innblásinn af náttúrunni og nútímanum með einkennandi kraftalegri lögun og framúrstefnulegum línum. Sérkennandi hönnun frá framhluta og aftur úr undirstrikar yfirbragð og öryggi bílsins. Hvort sem er á vegi eða á torfærari leiðum. 

TEST Einkennandi aðalljós

Einkennandi aðalljós

Kassalaga LED-aðalljós með Z-laga dagljósum gefa nýju Kia EV9 GT-línunni eftirtektarvert og framúrstefnulegt útlit.

TEST Einstakir stafrænir hliðarspeglar

Einstakir stafrænir hliðarspeglar

Tærar og skarpar línur stafrænu hliðarspeglanna bjóða upp á betra útsýni við allar aðstæður og leiðbeiningar þegar verið er að bakka og skipta um akrein.

TEST Einkennandi LED-afturljós

Einkennandi LED-afturljós

Afgerandi hvernig sem á er litið. Afturhlerinn er sér á parti með huldar rúðuþurrkur og einstök afturljós.

TEST Fallegar 21" GT-álfelgur

Fallegar 21" GT-álfelgur

Lögun léttra 21" álfelganna og hjólkoppar með eftirtektarverðri ytri lögun smellpassa við fallegt ytra útlit EV9.

TEST Tvískipt panoramic sólþak

Tvískipt panoramic sólþak

Þú og farþegar þínir getið alltaf notið útsýnis með tveimur fullkomlega staðsettum sólþökum sem eru hannaðir til að hleypa umhverfinu inn.

TEST Þrískiptur snertiskjár

Þrískiptur snertiskjár

Vertu með nauðsynlegar upplýsingar þar sem þú þarft á þeim að halda. Langt, flæðandi og stílhreint mælaborð með skýru viðmóti birtir upplýsingar á 12,3" mælaskjá, 5,3" miðjuskjá og 12,3" snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

TEST Premium Relaxation Seats

Fyrsta flokks slökunarsæti

Komdu þér fyrir, teygðu úr þér og njóttu nokkurra mínútna afslöppunar á meðan þú hleður EV9. Slökunarsæti eru í boði fyrir fyrstu og aðra sætaröð og bjóða upp á fullkomin þægindi fyrir þig og farþega þína.

TEST Stýri með upplýstu Kia-merki*

*Aðeins í boði í GT-línunni.

Stýri með upplýstu Kia-merki*

LED-ljós í stýrinu lýsir upp Kia-merki í miðju þess á meðan þú ekur og kallast þannig á við aðra stílhreina hönnun innanrýmisins í EV9 GT-línunni.

TEST Þægilegt rými fyrir alla

Þægilegt rými fyrir alla

Fyrsti rafbíllinn frá Kia með þrjár sætaraðir býður upp á gott rými fyrir alla og samskonar þægindi frá framsætum og aftur í þriðju sætaröð. Rúmgóð farangursgeymslan tryggir svo að þú getur pakkað öllu sem þú þarft að taka með.

TEST Hentugt farangursrými að framan

Hentugt farangursrými að framan

Aukarými er þar sem þú þarft á því að halda. Rafdrifið húddið veitir þér aðgang að rúmgóðri farangursgeymslunni að framan.

TEST
Hleðsla & Drægni

Þægindin eru í fyrirrúmi í nýjum Kia EV9. Þetta felur meðal annars í sér ofurhraða og hnökralausa hleðslu í allt að 249 km drægni á aðeins 15 mínútum, hvort sem er í heimahleðslustöðinni eða almennri hleðslustöð. Háspennurafhlaða með mikilli rýmd tryggir nægt rafmagn. Mikið akstursdrægi gerir þér síðan kleift að leggja í þær langferðir sem hugurinn leitar til.

Farðu lengra. Gerðu meira.

Hleðslustoppin koma ekki til með að hægja á þér þegar ofurhröð hleðsla er í boði, 249 km drægi á aðeins 15 mínútum eða úr 10% í 80% á 24 mínútum. 

  • Snjallhleðslutækni

    EV9 býður upp á áður óþekkta orkunýtingu. V2L-hleðsluaðgerðin (bíll í úttak) gerir þér kleift að nota bílinn til að hlaða hluti á borð við fartölvur og útilegubúnað með 3,68 kW hámarksafli. Framtíðarsýnin er síðan V2G-hleðsla (bíll í rafveitukerfi) sem mun gera þér kleift að veita rafmagni aftur inn á raforkukerfið.

  • Hleðsla á hleðslustöðvum

    Hægt er að hlaða þinn EV9 á fljótlegan og skilvirkan hátt frá einni af fjölmörgum hleðslustöðvum á þínu svæði.

  • Hleðsla heima við 

    Einföld hleðsla heima við með heimahleðslustöð tryggir einfaldleika og hagkvæmni. 

TEST
Sjálfbærni

Á leið okkar að sjálfbærari og ábyrgari samgöngum tökum við jafnt stórar sem smáar ákvarðanir sem hafa áhrif. Í EV9 er sjálfbærnin í forgangi með vönduðu og samfélagslega ábyrgu efnisvali í innanrýminu. Þessi uppunnu efni og efni úr plöntum draga úr umhverfisáhrifum. Þetta er gert án þess að það komi niður á þægindum og stíl glæsilegs innanrýmisins.

  • Sæti úr vegan leðri

    Stílhreint og áferðarfallegt vegan-leður kemur í stað hefðbundins leðurs á sætum. Þannig er dregið úr vinnslu dýrahúða og kolefnisfótsporið minnkað.

  • Endurunnin fiskinet

    Teppið í nýjum Kia EV9 er gert úr endurunnum fiskinetum sem endurheimt eru úr hafinu og endurnýtt á hugvitssamlegan hátt.

  • Endurunnar plastflöskur

    Við gefum okkur út fyrir að stuðla að ábyrgum samgöngum, og hluti af því er meðal annars notkun endurunninna plastflaskna og ullartrefja í klæðningar, sæti og áklæði í innanrými EV9.

  • Hugvitsamleg sjálfbærni

    Við kynnum vegan leður, sem byggir á notkun endurnýttra efna og lífefna í stað hefðbundins leðurs.

TEST
Öryggi

Því fylgir sannkölluð hugarró að vita að hugað er að velferð þinni og farþega þinna. Að dregið sé úr hættu og öllum varúðarráðstöfunum beitt. Nýr Kia EV9 er búinn háþróuðum, fyrsta flokks öryggisbúnaði sem markar enn eitt skrefið í átt að sjálfvirkum akstri og sem tryggir öryggi þitt og annarra í námunda við bílinn, bæði í akstri og þegar bílnum er lagt. 

TEST Þjóðvegaakstursaðstoð með handaskynjara

Þjóðvegaakstursaðstoð með handaskynjara

Þjóðvegaakstursaðstoð með handaskynjara stillir aksturshraða þinn sjálfkrafa eftir hraðamörkum hverju sinni um leið og kerfið heldur þér í öruggri fjarlægð frá ökutækjunum á undan. Uppfærðir handaskynjararnir í stýrinu greina hvort þú snertir það, hvort sem þú hreyfir það eða ekki, og stilla hraðann í samræmi við það.

TEST Akreinaaðstoð 2

Akreinaaðstoð 2

Nú er auðveldara að halda sig innan akreinar en nokkru sinni fyrr. Þökk sé akreinaaðstoð 2. Akreinaaðstoð 2 notar myndavélina að framan til að greina akreinar og hjálpa ökumanni við að halda bílnum á miðri akreininni. Ef þú þarft aðstoð við að leiðrétta staðsetninguna hjálpar kerfið þér að stýra bílnum aftur á sinn stað.

TEST HDP-akstursaðstoð

HDP-akstursaðstoð

Nýtt háþróað HDP-akstursaðstoðarkerfið er enn eitt skrefið í átt að sjálfvirkum akstri. Kerfið notar fimmtán skynjara, þar á meðal tvo LiDAR-skynjara, til að skanna og greina hluti allan hringinn. Ef einhver hætta greinist bregst kerfið við á örfáum millisekúndum.

TEST Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði

Hættu að hafa áhyggjur af blindsvæðinu. Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði varar þig við í hvert sinn sem ökutæki reynir að taka fram úr þér eða er inni á blindsvæðinu. Ef kerfið greinir hættu á árekstri grípur það inn í með því að beita hemlunum til að koma í veg fyrir árekstur og beina bílnum aftur inn á akreinina.

TEST FCA-árekstraröryggiskerfi 2.0

FCA-árekstraröryggiskerfi 2.0

FCA-árekstraröryggiskerfi 2.0 skilar þér aukinni hugarró og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir að aka á gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk eða lenda í árekstri við önnur ökutæki. Ef þú stígur ekki nógu fast á hemlana til að koma í veg fyrir árekstur gerir EV9-bíllinn það sjálfkrafa.

TEST Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan

Bakkaðu út úr bílastæði eða innkeyrslu á einfaldan og auðveldan máta. Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan gerir þér viðvart ef bílar eða gangandi vegfarendur eru fyrir aftan bílinn. Kerfið hemlar sjálfkrafa ef hætta er á árekstri.

TEST Árekstrarhemlun

Árekstrarhemlun

Árekstrarhemlunin veitir þér og farþegum þínum aukna vernd og öryggi ef til áreksturs kemur. Það kemur í veg fyrir að bíllinn rási eftir upphaflega áreksturinn til að lágmarka áhættuna á frekari árekstrum.

TEST Árekstraröryggiskerfi fyrir bílastæði, að framan/á hliðum/að aftan

Árekstraröryggiskerfi fyrir bílastæði, að framan/á hliðum/að aftan

Bílastæðaaðstoð á hliðum, að aftan og að framan tryggir að það er ekkert vesen að leggja í eða aka út úr stæði með því að vara við gangandi vegfarendum og hlutum nálægt bílnum.

TEST Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð 2

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð 2

Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum. Fjarstýring fyrir bílastæði sér um erfiðið með því að stýra bílnum sjálfkrafa í stæði, jafnvel upp við gangstéttarbrún, allt með einum smelli á snjalllyklinum.

TEST
Tengingar

Hin fullkomna ökuferð snýst um að vita að þú hefur allt sem þú þarft, þar sem þú þarft það. Í EV9 finnurðu búnað sem tryggir að lífið á veginum býður upp á alla þá tengingu sem þú þarfnast. Stórir og skýrir skjáir birta allar nauðsynlegar upplýsingar. Hljóðkerfi sem umlykur þig hljóði. Ásamt góðu úrvali hleðslumöguleika fyrir alla. 

TEST Þrískiptur panorama snertiskjár

Þrískiptur panorama snertiskjár

Tengstu heiminum og öðru fólki á hnökralausan hátt í gegnum þrískiptan snertiskjáinn. Skjáirnir eru nógu stórir til að bæði ökumaður og farþegar geti séð allar nauðsynlegar upplýsingar og bjóða upp á háþróaða grafík svo upplýsingar birtist á skýran hátt.

TEST Stafrænn Kia-lykill

Stafrænn Kia-lykill

Auktu enn frekar þægindin í akstri með stafræna Kia-lyklinum, sem gerir þér kleift að opna og gangsetja bílinn með snjallsímanum. Geymdu lykilinn í stafræna veskinu þínu og deildu honum með öðrum ökumönnum til að auðvelda aðgengi að bílnum.

TEST Fyrsta flokks Meridian hljóðkerfi

Fyrsta flokks Meridian hljóðkerfi

Njóttu mikilla hljómgæða fyrsta flokks Meridian-hljóðkerfisins sem skilar öllu hljóðefni kristaltæru, hvort sem er uppáhalds spilunarlistinn þinn eða hlaðvarp. Intelli Q-búnaðurinn leiðréttir hljóðstyrk og hljómgæði í samræmi við hraða til að tryggja að hljóðið sé alltaf fullkomið.

TEST USB-C hleðsla

USB-C hleðsla

Í innanrými EV9 er tenging fyrir alla í fyrirrúmi og því er nóg af hleðslutengjum í boði. Þar er að finna handhæg og þægilega staðsett USB-C hraðhleðslutengi fyrir fyrstu, aðra og þriðju röð.

TEST Þráðlaus hleðsla fyrir síma

Þráðlaus hleðsla fyrir síma

Stöðug tenging við allt sem þú þarft er tryggð í EV9. Hladdu símann á hentugan máta á þráðlausa hleðslutækinu á meðan þú ekur. Gúmmímottan kemur í veg fyrir að síminn renni úr augsýn og kæliviftan lágmarkar hita við hleðslu.

TEST Kia Connect

Kia Connect

Tengdu símann þinn við EV9 á hnökralausan máta með Kia Connect-forritinu og nýttu þér öll þau þægindi, hugarró og hagnýtu aðstoð sem býðst. Innbyggð þjónusta veitir þér upplýsingar um umferð í rauntíma, hleðslustöðvar í nágrenninu, bílastæði, veður og úrval annarra gagnlegra upplýsinga. Fjartengda þjónustan er ekki síður handhæg, svo sem fjarstýring fyrir rafhlöður, hita- og loftstýring og leiðsögn síðasta spölinn, svo nokkur dæmi séu nefnd.

  • Aflaukning

    Bættu aksturseiginleikana eða auktu afköstin í torfærustillingu fyrir aur og sand. Með aflaukningu sem keypt er í gegnum Kia Connect-verslunina geturðu aukið hröðunina um 0,7 sekúndur með því að veita rafmótornum að framan meira tog.

  • Bílastæðaaðstoð

    Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum aftur. Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð 2 sér um allt erfiðið með því að stýra bílnum sjálfkrafa í stæði, jafnvel upp við gangstéttarbrún, allt með einum smelli á snjalllyklinum. Með því að kaupa fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoð 2 færðu einnig árekstraröryggiskerfi fyrir bílastæði og tækni sem varar þig við gangandi vegfarendum eða hlutum nálægt bílnum til hliðar og að aftan.

  • Tónlistarstreymi

    Njóttu hvers kyns tónlistar án þess að þurfa að tengja símann þinn. Þessi hnökralausa og einfalda tónlistarþjónusta tengir þig við tónlistarforritin þín með ókeypis gagnamagni sem Kia býður þér upp á fyrstu 3 árin. Amazon Music verður í boði þegar bíllinn kemur á markað og fleiri efnisveitur munu fylgja í kjölfarið.

TEST
Bygging

EV9 er hannaður til að koma þér lengra á alla vegu. Þú getur búist við lengri ferðum, meira plássi og þægilegri akstri. Langt hjólhaf og flatt byggingarlag E-GMP undirvagnsins (Electric Global Modular Platform) býður upp á rúmgott farþegarými með setustofuhönnun fyrir alla farþega. Einstakur E-GMP undirvagninn færir þér einnig sportleg afköst og framúrskarandi drægi með stöðugri og hljóðlátri akstursupplifun, jafnvel á miklum hraða. 

  • TEST E-GMP undirvagn

    E-GMP undirvagn

    Langt hjólhaf og flöt hönnun E-GMP undirvagnsins (Electric Global Modular Platform) færir þér meira pláss, sem og betri heildarafköst og drægi. Áhrifamikil stýri- og hemlaafköst, hljóðlátt farþegarými jafnvel á miklum hraða og góður beygjuradíus auka akstursánægjuna.

  • Fjórða kynslóð rafhlaðna ₃

    Þökk sé fjórðu kynslóð rafhlaðna geturðu farið hvert sem leiðin liggur. Framúrskarandi rafakstursdrægi næst með 99,8 kWh rafhlöðunum sem eru bæði í afturhjóladrifnu og aldrifnu útfærslunum. 

  • Meira pláss til að njóta

    Vegna hönnunar hins langa, flata E-GMP undirvagns býður EV9 upp á gott pláss fyrir alla til að halla sér aftur og njóta ferðarinnar. Þrjár rúmgóðar sætaraðir, þar á meðal snúnings- eða slökunarsæti sem eru í boði sem aukabúnaður í annarri sætaröðinni, gera öllum um borð kleift að slaka á, tengjast og hreyfa sig þægilega.

  • Betri afköst. Enn meiri ánægja.

    Nýr EV9 er gerður fyrir akstursánægju. Þú getur átt von á mjúkum aksturseiginleikum í góðu jafnvægi sem eru bæði stöðugir og hljóðlátir. Hjólbarðarnir eru hannaðir til að draga úr hávaða og titringi og gera farþegarýmið dásamlega rólegt, hljóðlátara en í bíl með hefðbundinni vél, sama hver hraðinn er. Þökk sé flatri hönnun E-GMP undirvagnsins nýturðu einnig góðs af öllum þægindunum og hagkvæmninni sem felast í þriggja sætaraða bíl með afköstum sem vekja hrifningu í hverri beygju. 

TEST
Aflrásir & útlitspakkar

EV9 er fáanlegur með tveimur afbrigðum rafknúinna aflrása og tveimur útfærslum af klæðningum, svo þú getur verið viss um að þú færð þann valkost sem hentar þér og þínum lífsstíl.

Rafknúnar aflrásir

Fjórhjóladrif

Rafknúið fjórhjóladrif EV9 býður upp á mikla sparneytni ásamt framúrskarandi veggripi og afköstum. Hraðhleðsla skilar 249 km á 15 mínútum til að þú getir verið lengur á ferðinni.

  • Rafhlaða: 99,8 kWh
  • Aflrás: Fjórhjóladrif
  • Drægni: allt að 522 km
  • Hraðhleðsla: 10–80% á 24 mínútum
  • Hestöfl - 384
  • Dráttargeta: 2500 kg (með hemlum)
Útlit
EV9 Baseline
Frá
13.490.777 ISK

EV9 Earth

  • 19" álfelgur
  • 2 x 12.3" margmiðlunarskjár
  • Aðfellanleg hurðarhandföng
  • Aðfellanlegir hliðarspeglar
  • Aðgerðastýri
  • Afturfarþegaskynjari
  • Akreinaraðstoð (LKA)
  • Bakkmyndavél
  • 360° myndavél
  • Blindblettsvari (BCA)
  • Rafstýrð framsæti
  • Hiti í fram- og aftursætum
  • Hleðslutengi V2L
EV9 GT Line
Frá
14.390.777 ISK

EV9 GT Line

  • 21" álfelgur
  • 2 x 12.3" margmiðlunarskjár
  • Aðfellanleg hurðarhandföng
  • Aðfellanlegir hliðarspeglar
  • Aðgerðastýri
  • Afturfarþegaskynjari
  • Akreinaraðstoð (LKA)
  • Bakkmyndavél
  • 360° myndavél
  • Blindblettsvari (BCA)
  • Rafstýrð framsæti
  • Hiti í fram- og aftursætum
  • GT-Line útlitspakki
360°

TEST
TEST
TEST
TEST
TEST
TEST
Aukahlutir

Þú kannt hugsanlega þegar að meta jákvæða eiginleika nýja EV9-bílsins. Vissirðu að þú getur líka sérsniðið þá að þínum óskum? Hvort sem þú vilt aukinn sveigjanleika, þægindi eða laga bílinn að þínum persónulega stíl gefur mikið úrval okkar af sérhönnuðum aukahlutum þér kost á að láta drauma þína um enn fleiri möguleika rætast.

  • Kia EV6

     

    Rafknúinn, nútímalegur og sportlegur lúxussportjeppi með rúmgóðu farþegarými og plássi fyrir allt sem þú þarft. Búnaður sem tryggir öryggi þitt eykur ánægju í akstri. Þessi sterki rafbíll með aldrifi sem aukabúnaði er traustur alhliða bíll sem stenst væntingar.

  • Kia Niro EV

     

    Niro-rafbíllinn er rúmgóður og hefur pláss fyrir nánast alla og allt. Í þessum bíl er hægt að aka langar vegalengdir án útblásturs og þú getur hlaðið hann heima við eða á hleðslustöðvum fyrir almenning sem fer sífellt fjölgandi.